Að ganga í strætó

Ég segi það satt að strætó er ekki vinur minn. Ég opnaði straeto.is í gærkvöldi og ætlaði að finna út hvernig ég kæmist úr Glæsibæ í Álfheimum niður á Lækjartorg í dag. Í reitinn brottfararstaður sló ég Álfheimar 74 og áfangastað valdi ég Lækjartorg. Fyrsti gefni kostur var leið 3. Ég skoðaði legg á korti og sá að ég þyrfti að ganga yfir alla Skeifuna og út á Miklubraut. Og næsti möguleiki var eins og þriðji og fjórði. Enginn vagn bauðst niður Suðurlandsbrautina. Það er sko ekki ofverkið mitt að skondrast í gegnum Skeifuna en ég ætlaði bara 4 km leið á áfangastað og þegar ég lagði gönguna af Suðurlandsbraut við biðtímann var augljóst að ég myndi sáralítinn tíma græða.

Ég gekk niður í bæ og enginn vagn tók fram úr mér á Suðurlandsbrautinni. Þetta er það sem strætó gerir fyrir mig. 

Af því að bíllinn er ekki heima og af því að hjólið er vindlaust fer ég gangandi mest það sem ég þarf og síðustu þrjá dagana eru það orðnir 30 km, skemmtileg tilviljun að þetta eru einmitt fyrstu þrír dagarnir í sérstakri gönguáskorun ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Magnúsdóttir

Það að fletta upp á vefnum hjá Strætó er ekki skemmtiefni og heldur ekki til úrlausna. Það mætti halda að þeir hafi samning við símafyrirtækin, því að ef maður þarf að vita eitthvað um ferðir, er best að hringja í þjónustuverið, og það kostar auðvitað símal!

En í mínum huga er best að hafa Strætó bókina sem seld er ódýr. En viti menn: þeir eru hættir að selja hana á opnum markaði. Nú þarf að sér panta þennan strætó-pésa. Ég skora á þig að prófa að panta þér eitt eintak!

Ingibjörg Magnúsdóttir, 15.4.2015 kl. 23:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband