Vigdís á afmæli

Í dag er 15. apríl og í dag er Vigdís Finnbogadóttir 85 ára gömul. Ég man þegar hún var kosin forseti 1980, ég var ekki komin með kosningarrétt en ég vakti yfir sjónvarpinu alla nóttina. Ég hefði ekki kosið hana, ég HÉLT MEРGuðlaugi Þorvaldssyni ríkissáttasemjara, sennilega af því að mamma og pabbi kusu hann. Sem betur fer hef ég vitkast með árunum.

Mér finnst merkilegt að hafa lifað þann tíma sem Vigdís varð og var forseti. Framboðsfundur sem nýlega var rifjaður upp í sjónvarpinu sýnir stórkostlegt brot af henni. Þegar hún er spurð hvort það eigi að kjósa hana vegna þess að hún sé kona segir hún: Nei, það á að kjósa mig af því að ég er maður.

Heilu áhafnirnar lýstu yfir stuðningi við hana og þótt hún hafi bara verið kosin með um þriðjungi greiddra atkvæða varð hún fljótlega forseti flestra Íslendinga. Tvímælalaust forsetinn minn, talsmaður tungumálsins og náttúrunnar, fjölfróð og glæsileg á velli. Ég er hreykin af því að samlandar mínir hafi tekið hana fram yfir Guðlaug, Albert Guðmundsson og Pétur Thorsteinsson og mjög stolt af að hún hafi verið forsetinn minn.

Og hún ber enn hróður okkar víða.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband