Bræðslur og frystiklefar fá nýtt hlutverk

Við þekkjum hátíðir hérlendis, Aldrei fór ég suður og Bræðsluna svo dæmi séu nefnd, sem eiga uppruna sinn í húsum sem hafa verið yfirgefin vegna breyttra forsenda, t.d. í sjávarútvegi. Ég hef oft horft á yfirgefnu bæina á Suðurlandi og velt fyrir mér hvort ekki væri vert að bjóða listamönnum úr ýmsum áttum, myndlistarmönnum, skáldum og tónlistarmönnum svo dæmi séu nefnd, til að vinna að list sinni þar og enda með einhvers konar sýningu. 

Og nú birtist leiðari í Fréttablaðinu um vel sótt en afskekkt listasafn í Tasmaníu og ég rifja aftur upp Frystiklefann á Rifi sem hefur verið breytt í menningarhús og farfuglaheimili.

Meira svona, takk. Ég hef sýnt að ég mæti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband