88%

Ég var utan þjónustusvæðis í marga daga í mánuðinum. Svo kom ég til byggða, hlustaði á útvarpsfréttir og heyrði að 88% hjúkrunarfræðinga hefðu hafnað samningnum sem var gerður eftir lagasetninguna. Get ekki sagt að það hafi komið á óvart. 

Nú er ég komin heim, opna fréttaveitur á vefnum og sé að hugmyndir eru uppi um „sóknarfæri“ í heilsu. Ég er skelkuð.

Mér finnst ég borga mikla skatta en ég sver að ég sé ekki eftir þeim ef heilbrigðiskerfið, menntakerfið og samgöngukerfið er í lagi. Og nú er ég logandi hrædd. Og ég er ekki einu sinni veik og enginn að ráði í nærumhverfi mínu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband