Kathrine Switzer

Spennan fyrir RM vex. Nú er Íslandsbanki búinn að flytja inn merkiskonu til að hvetja okkur, bæði í jafnréttismálum og á hlaupum, eins og ég skil lýsingarnar. Á morgun verður áreiðanlega fjölsóttur fyrirlestur í Hörpu þegar Kathrine Switzer segir okkur frá því hvernig mótshaldari ætlaði að bola henni úr keppni í Boston árið 1967. Þá var hún tvítug, hafði æft mjög vel og var búin að skáka þjálfaranum sínum. Það var fyrir 48 árum! Þá trúðu menn því að konur hefðu ekki skrokk til langhlaupa. Hvað heyrði ég? Að legið gæti sigið og eggjastokkarnir eyðilagst?

Kathrine Switzer afsannaði það svo sem ekki en fjöldi maraþonhlaupakvenna á börn engu að síður.

En þegar ég smelli á fréttina á RÚV sé ég bara villuna.

„Hún braut blað í sögu maraþonhlaups með því að hlaupa maraþonið í Boston fyrst kvenna árið 1697.“

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband