... skila arði? Eða greiða vexti?

Í hádegisfréttum RÚV var viðtal við Steinþór Pálsson, bankastjóra Landsbankans, um arð til hluthafa og arð til eigenda, landsmanna.

Við erum öll meira og minna að verða ónæm fyrir upphæðum og ég tók ekki eftir hvort arðurinn var 2, 20 eða 200 milljarðar (ekki alveg satt) en svo sagði bankastjórinn að ekki væri hægt annað en að greiða þeim 200 milljörðum sem væru í vinnu arð (eigendum þeirra eins og ég skil það).

Væri þá ekki nær að tala um að fjárfestar legðu peninginn sinn inn í bankann eins og við landsmenn gerum og fengju svo vexti á inneignina? Er það ekki hægt vegna þess að þeirra vextir yrðu 20% en okkar hinna 0,2% þótt útvextir séu 10%?

Launþegar og litlir sparifjáreigendur eru pirraðir út í fjárfestana hvort eð er. Væri ekki betra að tala um hlutina eins og þeir eru? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband