Ferköntuð á Facebook

Ég fer eftir mörgum reglum á Facebook, einkum mínum eigin. Ein af þeim reglum sem ég brýt sjaldan er að læka ekki textalausar myndir. Ég læka ekki tvisvar sömu myndina, fyrst sem mynd á vegg og svo prófílmynd. Ég læka myndir sem ég er merkt á nema mér þyki þær vondar. Ég á það til að taka merkinguna af þannig að myndir birtist ekki hjá mér. Ég birti sjálf ekki textalausar myndir. Ég svara öllum athugasemdum, annað hvort með læki eða athugasemd.

Hvort ætti maður annars að skrifa Facebook eða facebook? Ég sletti en í ritmáli laga ég tökuorðið að íslenskum rithætti. Ég er bara ekki búin að gera upp við mig hvort mér finnst Facebook vera sérnafn eða ekki. Eða, jú, ég hef náttúrlega F hérna.

Þetta lá mér á hjarta í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birnuson

Sögnin er að „þokka“ e-ð:

Ég þokkaði nýju svipmyndina hans Grzegorza.

Birnuson, 18.11.2015 kl. 02:17

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Og fær mynd þá mörg „þokk“ ef hún mælist vel fyrir?

Berglind Steinsdóttir, 19.11.2015 kl. 22:57

3 Smámynd: Birnuson

Hún er þá fyrst og fremst „vel þokkuð“ en einnig mætti kalla hana „þokkasama“, „þokkasæla“ eða jafnvel „þokkalega“.

Ef nauðsynlegt er að telja lækin getum sagt að hún hafi fengið marga (góða) „þokka“.

Það er tímabært að sveipa rykinu af þessu ágæta orði sem Zoëga segir að hafi merkt:

þokka (að), v. (1) to think so and so of, like;

Birnuson, 20.11.2015 kl. 02:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband