Geena Davis hvað?

Ég er sorglega illa að mér um kvikmyndir og sá í kvöld fyrir rælni „stórmyndina“ Top Secret (1984) með Val Kilmer. Mér skilst að Hernaðarleyndarmál hafi verið hans fyrsta „alvörumynd“. Þótt ég setji tvö orð í gæsalappir er ég sannarlega ekki að gera grín að þessari skopádeilu, ég hló alveg fantamikið mestallan tímann, samt sýnu meira framan af. Myndin er 31 árs og mér finnst alveg hvínandi undarlegt að hún hafi farið framhjá mér allan þennan tíma.

Ég man eftir einhverri mynd með Geenu Davis (The Long Kiss Goodnight?) sem sendi James Bond fingurinn. Ef ég man rétt hvaða mynd það var er hún samt 12 árum yngri en Top Secret. Já, ég á margt ólært í kvikmyndafræðunum. En ég veit þó að Geena Davis hefur gert margt merkilegra og/eða annað en að leika í misgóðum bíómyndum. Og þó er Thelma og Louise frábær mynd ...

Hvar fær maður hraðkennslu um bíómyndir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband