Heildarlausnir í fótboltaáhorfi

Djók, það er ekki séns að ég ætli að tala niður 2-1 sigur Íslendinga á Austurríkismönnum á EM. Ég var mjög spennt nema ég svaf af mér auglýsingahléið en það er bara af því að ég fór á Snæfellsjökul í gær og var fram á morgun að sækja orku fyrir landsliðið og hafði ekki sofið nema klukkutíma frá kl. 7 í gærmorgun.

Auðvitað er meira gaman að fylgjast með liði sem sýnir karakter, snerpu, sigurvilja og einhverja færni, liði sem maður getur haldið með. Ég fór SAMT að hugsa um hvort fótboltareglur væru nokkuð klappaðar í stein. Má ekki hafa bara 10 í vörn þótt 11 séu í sókninni? Má ekki hafa fótboltann stærri/léttari/úr plasti eða eitthvað? Láta leikinn standa í 70 mínútur frekar en 90?

Ókei, ég er búin að koma upp um mig, ég horfi allajafna ekki á fótbolta, en spyr einmitt þess vegna hvort ekki megi breyta reglunum til að fjölga mörkunum ...

Fyrir mótið spáði ég okkur 16. sæti. Í ljósi þess að við erum komin þangað hlýt ég að mega endurskoða spána. En á mánudaginn keppum við reyndar við England ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband