Til hamingju - allra?

Ég kaus að sönnu þann sem verður forseti okkar eftir rúman mánuð, ekki til að standa uppi í hárinu á einhverjum öðrum heldur af því að mér finnst hann hafa það sem þarf. Ég er búin að vita af honum í um það bil 20 ár, og þekkti reyndar til átta af níu frambjóðendum, og kaus hann af því að hann hefur alltaf komið mér fyrir sjónir sem vel gefinn, réttsýnn, hlutlaus og vandaður fræðimaður. Hann er enginn veifiskati og tekur ekki á valdhöfum með silkihönskum. Ég trúi að hann muni vanda sig við að vera fulltrúi allrar þjóðarinnar, kannski ekki öllum stundum af því að við erum mismunandi en að hann muni ekki mismuna hópum eftir geðþótta sínum eða annarra. Ég trúi á beinið í nefinu í honum ef á reynir en aðallega trúi ég því að hann verði ekki sá maður átaka sem ég vil ekki hafa í þessu sæti.

Ég vil að þingmenn setji okkur lög og vandi sig við það. Ég myndi vilja sjá ýmislegt öðruvísi, ekki síst dreifingu skattfjár. Ég myndi vilja sjá heilbrigðiskerfið dafna og til þess að það dafni þarf menntakerfið betri stuðning. Mér finnst brýnt að fólk læri að skera upp, kunni á lyf, kunni að teikna og byggja hús, leggja lagnir, tryggja mér rafmagn, yrkja jörðina og framleiða gott matarhráefni. Mér finnst líka brýnt að matvælaöryggi sé mikið og ég vel fjölbreytni í matnum. Af hverju fá garðyrkjubændur ekki magnafslátt af rafmagni? Ég vildi sjá miklu betra vegakerfi og öflugri samgöngur, bæði innan lands og utan. Ég hef áhyggjur af loftslagsmálum og ólæsi, afdrifum fólks sem hrekst að heiman og guðminngóður [innsog], það sem ég vildi að laun væru sanngjörn og óháð kyni þess sem gegnir starfinu.

Ég kaus að sönnu Guðna sem forseta og líður vel með það og að hann hafi verið kjörinn en ég hefði unnt öðrum sigursins ef á hefði reynt og skilyrðislaust leyft fólki að sanna sig - eða afsanna. Þess vegna blöskra mér skrif í Kvennablaðinu í gær. Allir eiga rétt á skoðunum sínum en ég sé ekki nein rök í greininni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband