Áfram Ísland

Ég veit að allir eru að segja það en ég ætla að halda því til haga á blogginu mínu. Ísland tapaði 2-5 fyrir Frakklandi á Evrópumeistaramótinu 2016 og lauk þar með keppni sem eitt af átta bestu liðunum í Evrópu. Frakkland var augljóslega betra liðið í leiknum en við unnum seinni hálfleikinn ef maður horfir á tölurnar sem sýnir styrk íslensku strákanna. Þeir lögðu ekki niður vopnin þótt þeir væru undir. Frábær frammistaða og sérlega mikil brýning til okkar allra um samstöðu, baráttugleði og jákvæðni.

Mér skilst að stelpurnar okkar eigi næsta stórmót og þá verður spennandi að sjá og upplifa orkuna í kringum þær.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband