Frakkland versus Portúgal

Ég hef engu meiri áhuga á fótbolta núna en í júníbyrjun. Hins vegar hefur verið gaman að fylgjast með jákvæðninni og gleðinni sem fylgt hefur mótinu, einkum íslenska liðinu (sem ég hef tekið eftir) og ekki síst stuðningsmönnum íslenska liðsins. Nema hvað, ég heyrði marga óska þess að Frakkar ynnu mótið úr því að þeir unnu okkur 5-2. Mér er náttúrlega sama hver verður Evrópumeistari úr því að það er ekki Ísland en er ekki einmitt betra fyrir egóið okkar að Portúgal hafi unnið? Við gerðum 1-1 jafntefli við Portúgal og grættum Ronaldo. Svo vann Portúgal liðið sem vann okkur mjög sannfærandi sem þýðir að dagsformið skiptir máli þegar lið eru komin svona langt.

Við komum sjálfsagt ekki aftur á óvart, keppinautar okkar vita nú að Ísland er til alls víst, en við eigum kannski samt eftir að toppa okkur, þessi fámenna þjóð sem æfir úti í kulda og trekki (að hluta til). 

Gott hjá Portúgal og ég myndi óska Ronaldo til hamingju ef hann væri í kallfæri.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband