Hlaupastyrkur - meint áheit

Ég hugsa þetta minnst einu sinni á ári og hef örugglega hugsað þetta upphátt hér áður. Þegar fólk skráir sig í Reykjavíkurmaraþon er það hvatt til að hlaupa til styrktar góðu málefni. Flestir hlauparar hlaupa sér til skemmtunar og margir hlaupa hvorki á góðum tíma almennt né slá persónuleg met. Allt í lagi, ég er aðeins að alhæfa en ég spyr samt: Væri ekki nær að fólk sem vill leggja góðu málefni lið legði pening til? Ég hef á hverju ári orðið meðvirk og styrkt einhvern/ýmsa og alltaf með óbragð í munni af því að viðkomandi hlauparar sjá ekki sóma sinn í að styrkja málefnið sitt með fjárframlagi. Og þar fyrir utan læka bæði andskotinn og amma hans það að fólk hlaupi til styrktar en styrkja svo ekki um tíeyring.

Þetta var nöldrið í ár.

Ég versla við Krabbameinsfélagið (í búðinni), ég er heimsforeldri og kaupi stundum happdrættismiða og svona til að styrkja verðug málefni en þetta betlfyrirkomulag í kringum hlaupahátíð er gengið sér til húðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband