Er slæmt að hafa langan starfsaldur hjá sama fyrirtæki/sömu stofnun?

Ég heyrði nýlega frá yfirmanni (ekki mínum) að meðal þess sem ynni gegn fólki (kannski ekki öllu fólki) væri að hafa of langan starfsaldur hjá sama fyrirtækinu. Mig setti hljóða. Er tryggð við fyrirtæki/atvinnurekanda ljóður á ráði manns? 

Að sönnu getur fólk komið sér fáránlega vel fyrir í vinnunni, haft frjálsar hendur og orðið latt og sérgott. Auðvitað getur langur starfsaldur þýtt að starfsmaður hafi ekkert frumkvæði, treysti sér ekki til að læra neitt nýtt og treysti sér ekki til að söðla um. 

Mér finnst eðlileg starfsmannavelta sjálfsögð og sem betur fer vilja ekki allir sitja á sama fleti ævilangt en það að halda til á sama vinnustað í áratugi þarf ekki að þýða stöðnun eða að maður breyti ekki til. Á sumum vinnustöðum eru fjölbreytt verkefni sem eru næstum ígildi þess að skipta um vinnu. Fólk þróast - og er það ekki örugglega þannig að maður flytji EKKI með sér öll áunnin réttindi? Mér finnst eðlilegt að menn fái aukinn frama innan stofnunar þegar svo ber undir.

Maður þarf líka að núllstilla varðandi hlunnindi og byrja aftur að klifra upp launastigann.

Að þessu sögðu: Vill einhver bjóða prófarkalesara fast starf? Eða kannski leiðsögumanni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Elíasson

Ég hef alltaf staðið í þeirri meiningu að þetta væri kostur.  Þessi yfirmaður (hver sem hann er), ætti að gera sér grein fyrir því að starfsmaðurinn er ekki lengi hjá sama fyrirtæki, ef yfirmanninum líkar ekki vel við störf hans.  Það er yfirleitt fleiri en ein hlið á peningnum...

Jóhann Elíasson, 14.7.2016 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband