Nýr forseti

Það vantaði bara herslumuninn að tekið yrði viðtal við mig á Austurvelli áðan. Ég vildi það alveg en fannst ég ekki alveg nógu vel tilhöfð til að birtast öllum landsmönnum þannig að ég tranaði mér ekkert fram -- eins og mig langaði þó. Svo mikið langaði mig til að taka undir með já-kórnum, svo full tilhlökkunar er ég gagnvart framtíðinni með þessa fjölskyldu á Bessastöðum.

Af hverju?

Af því að Guðni sló fallegan og hógværan tón í ræðunni sem er full fyrirheita um aukið jafnrétti og að þau gildi sem mér þykja mikilvæg verði borin fyrir brjósti. Ég hef lengi vitað af Guðna en þekki hann því miður ekki persónulega. Eliza lofar líka góðu, kraftmikil kona sem virðist drífa í hlutunum og hefur að auki lært íslensku bærilega eftir að hún flutti hingað.

1. ágúst 2016 er sannarlega gleðidagur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband