Tillitssemi bílstjóranna

Ég sé alltaf annað slagið einhverja bölsótast út í bílstjóra fyrir framkomu við hjólreiðafólk. Ég hef allt aðra sögu að segja. Ég er á dæmigerðu götuhjóli til að komast á milli staða, þ.e. ekki hraðskreiðu, frambeygðu hjóli sem nær næstum bílhraða, og hjóla daglega. Bílstjórar sýna mér fyllstu kurteisi, stoppa alltaf við gangbrautir og stundum víðar (sem er reyndar óþarfi). 

Ég geri ráð fyrir að ég sé dálítið sýnileg og það sé kannski ástæðan en ég er alveg sannfærð um að fæstir bílstjórar svíni meðvitað á hjólreiðamönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband