Lífshættulegt að hjóla?

Ég hjóla ekki oft í Elliðaárdalnum en það kemur alveg fyrir að ég hjóli úr hverfi 105 í hverfi 220, þá alltaf afar rólega og yfirvegað. Ég nota hjólið til að komast á milli staða og er á því að bílafólk ætti að þakka fyrir að hjólafólki fjölgar því að um leið fækkar trúlega bílunum á götunum. Allir vinna.

En nú hafa borist fréttir af því að einhverjir hafi strengt snæri þvert yfir brúna við Kópavogslæk og kannski víðar, kannski í Elliðaárdalnum sem mér finnst ég hafa fengið spurnir af. Ef fólk hjólar á alveg eðlilegum hraða á snæri í höfuðhæð get ég rétt ímyndað mér hversu sárt það væri. Og nú er ég farin að skilja ónot sjálfrar mín þegar ég læt mig renna frjálslega niður Bankastrætið, yfir Lækjargötuna og inn á Lækjartorg (á grænu ljósi). Mér finnst ég alltaf þurfa að hægja á mér til að forðast harðan árekstur við ímyndað snæri í loftinu.

Ég hef hjólað í rólegheitunum fyrir neðan Öskjuhlíðina þegar fjölmargir hraðir hjólamenn geysast fram úr og mér finnst það ekki í lagi. Mér finnst að hjólamenn eigi að æfa sig á brautum - kannski á götunum? - en mér finnst ekki í lagi að veita þeim tilræði.

Er hægt að koma upp æfingabrautum fyrir þá sem hjóla í æfinga- og þjálfunarskyni fyrst og fremst?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband