Vikulokin í morgun

Í Vikulokunum í morgun voru þrír viðmælendur, ekki rammpólitískt fólk en fólk með miklar skoðanir og það á almennt við um stjórnanda þáttarins sömuleiðis. Ég var úti að hlaupa með þáttinn í eyrunum þannig að athyglin var óskipt. Ég hafði aldrei heyrt talað um konuna sem steig þar inn á völl stjórnmálanna en ég þekki til hinna viðmælendanna. Mig rak í rogastans þegar ég heyrði hvernig talsmaður sauðfjárbænda talaði, einkum þegar hann kvaðst ekkert kannast við deildar meiningar um búfjársamninginn sem var samþykktur í vikunni.

Hefur hann heldur ekki heyrt talað um internetið og samskipti og yfirlýsingar þar?

Mest freistandi finnst mér samt að spyrja: Græðir einhver annar á samningnum en Kaupfélag Skagafjarðar?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband