Konur sem viðmælendur

Já, ég er nú algjört nóboddí en hef samt mætt í viðtal í útvarpi einu sinni eða tvisvar. Fyrir mörgum árum mætti ég á Rás 2 til að tala um BA-ritgerðina mína sem ég er enn þann dag í dag dálítið skotin í. Í fyrra var ég aftur á Rás 2 að tala um ball gönguklúbbsins og fékk alls ekki að tala nóg. Einhvern tímann var tekið við mig fréttaviðtal í sjónvarpi vegna Félags leiðsögumanna og í annað skipti blaðaviðtal út af einhverju sem leiðsögumenn voru að bralla. Ég stóð mig ekkert of vel, var dálítið stressuð en fjandakornið, einn og annar kall hefur líka gleypt nokkur orð í beinni eða óbeinni útsendingu.

Og ég bíð alltaf spennt við símann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband