Útganga kvenna

Ég stimplaði mig út úr vinnunni í dag kl. 14.38. Við vorum hvattar, og hvött, til þess þannig að ekki er um eiginlegt verkfall að ræða sem það þó þyrfti að vera. Engu að síður var frábært að mæta á Austurvöll og sjá mannmergðina. Reyndar var fáránlega hlýtt. Ég er mjög mikið fyrir sól og hlýindi en svona blíða í október getur ekki verið góð fyrir andrúmsloftið á heimsvísu.

Fluttar voru örræður. Að öðrum ólöstuðum skaraði Una Torfadóttir fram úr, unglingur með ákaflega sterka réttlætiskennd, máttuga rödd og óaðfinnanlegan flutning. Eitt af því frábæra sem hún sagði var samanburður á límmiðum fyrir verkefnavinnu. Hvaða sanngirni er í því að strákur sem vinnur verk(efn)ið eins og stelpa fái fleiri límmiða en stelpan? Biður stelpan um það? Vill hún vera skör lægra? Vill hún ekki fá verðskuldaða umbun?

Við bíðum ekki til 2068 eftir leiðréttingu launanna. Við krefjumst einfaldlega sömu launa fyrir sömu vinnu. Það er sanngirni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband