14 kr. á lítrann

Ég er að horfa á kosningasjónvarpið. Alveg. En ég keypti líka bensín í dag. Mig vantaði bensín og fyrir tilviljun auglýstu þrjú bensínsölufélög verðlækkun í sms-i hjá mér. 14-15 kr. á lítrann. Úr tæpum 200 kr. 

Reiknum þetta aðeins. Ég á Polo sem tekur 40 lítra. 40*15 kr. eru 600 kr. Ef tankurinn væri tvisvar sinnum þetta erum við vissulega að tala um 1.200 kr.

„Fullt verð“ er 197 kr. núna ef ég man rétt. 197*80 lítrar ef við tölum um jeppa. 15.760 fyrir að fylla tankinn. 7% lækkun. Ég myndi ekki ræsa bílinn og fara í leiðangur fyrir það. Og af hverju í ósköpunum er ekki bara lægra verð en það er? Alltaf.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband