Ég sökka fyrir íslenskunni

Ég fór á hátíðardagskrá í Hörpu í dag. Eins og við var að búast var stundin dásamleg. Fyrst var forseti Íslands með annað erindi en á málræktarþinginu í gær, en fyndinn og orðheppinn eins og ég er farin að vænta af honum í hvert sinn. Eitt af því sem bar á góma var auðvitað að tungumálið væri lifandi og síkvikt. Þess vegna á ekki að vernda það eins og viðkvæmt og dauðvona blóm heldur leyfa því að njóta sín og sprikla. Það má sletta. Mér finnst það. En ekki endilega í hverri setningu.

Sigurður Pálsson fékk makleg verðlaun Jónasar Hallgrímssonar og þeim hafa verið gerð skil í fjölmiðlum dagsins en minni athygli fékk Ævar vísindamaður sem fékk viðurkenningu og flutti svo fallegt erindi sem endaði á upptalningu á nokkrum kennurum sem vörðuðu leið hans út í lífið. Ef við höfum ekki kennara sem láta sér annt um nemendur fækkar þeim sem brillera í lífinu.

Og það er mjög erfitt að kenna yngsta aldurshópnum. Ég vona að viðsemjendur kennara átti sig á ábyrgðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband