Lækkar MS verðið?

MS slapp við 440 m.kr. sekt - hlýtur þá ekki vöruverð að lækka? Forstjórinn missti út úr sér í haust að sektarupphæðin færi beinustu leið út í vöruverðið, dró síðan orð sín (í orði kveðnu) til baka. En fréttin í fréttinni er auðvitað að fákeppnisfélag má selja sjálfu sér á lægra verði en samkeppnisaðilum. Er það ekki magnað?

Og einhvers staðar las ég að í áfrýjunarnefnd samkeppnismála væru þrír menn. Ákvörðunin um þetta hvílir þá á herðum tveggja manna. Samúð mín er ómæld.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband