,,Hún segir að þeim viðurlögum sé þó sjaldan beitt gegn opinberum starfsmönnum.''

Hver hringdi í Láru? Einar fréttamaður? Kennarar eru hársbreidd frá blóðugri baráttu fyrir kjörum sínum og sérfræðingur í vinnurétti æðir inn á vígvöllinn með kökugaffal og hrópar á steik. Fyrirgefið skort á vönduðu myndmáli, ég er bara svo stórkostlega bit á að sérfræðingur í vinnurétti hengi sig í að kennarar sýni mikilvægi sitt með því að fara af vinnustaðnum hálftíma áður en formlegri kennslu lýkur.

Ég hef aðeins gluggað í lög og veit að það er lagalega flókið að segja fólki upp störfum þótt það mæti lyktandi af áfengi, rammskakkt til augnanna, hringi sig reglulega inn veikt, vinni með handarbökunum og/eða rakki vinnustaðinn niður. Víða mætti auðvelda stjórnendum að segja upp óhæfu fólki en það að láta sér detta í hug að argast yfir því að fólk hafi metnað til að sinna lífsköllun og fá fyrir það boðleg laun kalla ég að lesa stöðuna kolrangt.

Já, í hópnum sem gekk út í gær eru bæði svartir og gráir sauðir en við verðum að varast að láta undantekningarnar ráða umræðunni. Í gær birtist grein sem mér finnst segja ansi mikið. Ég hef hins vegar lokið máli mínu ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband