Sjómannalíf

Undarlega lítið fór fyrir 10 vikna löngu verkfalli sjómanna. Auðvitað fundu hlutaðeigendur vel fyrir því en í nærumhverfi mínu heyrði ég fáa lýsa yfir áhyggjum. Af hverju?

Verður auðvelt að vinna markaðina til baka?

Verður lítið mál að sækja fiskinn sem hefur nú synt óáreittur í rúma tvo mánuði? Hefur hann e.t.v. fjölgjað sér betur og verður meira af honum?

Er landverkafólk kátt með óumbeðið launalítið frí?

Áttu menn sjóði?

Ef ég ætti núna eina ósk væri hún sú að menn (les: útgerðir) gætu ekki selt sjálfum sér aflann heldur yrði að setja hann allan á markað. Skyldi ég fá uppfyllta ósk mína um að aðskilja veiðar og vinnslu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kvótinn synti rólegur um sjóinn á meðan á verkfalli stóð, sem var á þeim tíma ár sem oft er, hvort eð er, hráefnisskortur í landvinnslunni. Á þessum tíma er oft sagt upp í fiskvinnslunni og fólk sent á ativnnulleysisbætur. 

Nú er hins vegar nýbúið að auka kvótann fyrir loðnuna og það þarf að veiða hana áður en hún syndir á brott. Þess vegna var samið núna. 

Já það voru til einhverjir verkfallssjóðir. 

Átti gott samtal við sjómann um helgina og þetta er niðurstaðan úr því samtali. 

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 20.2.2017 kl. 09:09

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ó, þannig að það var ekkert drama, ekki einu sinni út af mörkuðum, fyrr en ráðherra ýjaði að lagasetningu og gerðardómi.

Berglind Steinsdóttir, 20.2.2017 kl. 18:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband