,,Svo er klifið tindinn"

Ég er ekki á móti málbreytingum, svokallaðri þróun. Sumar breytingar valda mér þó líkamlegum óþægindum, t.d. hin sérkennilega notkun á lýsingarhætti: Fyrst var vaknað fyrir allar aldir, svo borðað morgunmat og loks farið í bílinn.

Mér þykir eðlilegra að segja: Við vöknuðum fyrir allar aldir, borðuðum morgunmat, fórum á bílnum á áfangastað og klifum síðan tindinn (eða eitthvað betra og mögulega í eintölu). Er þetta einhvers konar framsöguháttarflótti?

Fyrri málsgreinin er í alla staði sérkennileg eins og frásegjandi hafi ekki komið nálægt sínum eigin gjörðum og svo verður tungumálið einsleitara og flatara. Minnir á byrjendur í þýsku sem treysta sér ekki í sagnir í þátíð.

Mér finnst leiðinlegt að segja þetta á miðju sumri en þetta hefur íþyngt mér um nokkra hríð og ég gat ekki á mér setið þegar ég heyrði setninguna í fyrirsögninni í fréttatíma Bylgjunnar rétt í þessu.

   Það var ekki sagt við mig af neinum að skrifa þennan pistil ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband