Að leyna eða ekki að leyna

Engum ynnist tími til að segja nokkrum manni frá öllu sem á daga hans drífur eða öllu sem fer í gegnum hugann. Erum við þá að leyna því? Nei. Ef maður segir hins vegar ekki frá morði, morðtilraun, framhjáhaldi, þjófnaði, meðvituðu einelti [bætist við eftir þörfum] heldur maður því vísvitandi leyndu og þá er það leyndarmál.

Ég var að klára Leyndarmál eiginmannsins eftir ástralska höfundinn Liane Moriarty. Ég þekkti ekkert til hennar þannig að hún kom mér stórkostlega ánægjulega á óvart og skilur mig eftir með móralskar spurningar. Ég vil ekki skemma neitt fyrir neinum þannig að ég fer ekki út í söguþráðinn en ég var stórhrifin af fléttunni og fer nú að leita að fleiri bókum eftir sama höfund. Og ekki er loku fyrir það skotið að ég bryddi upp á álitamálunum í næsta kaffitíma. Er verra ef maðurinn manns heldur platónskt framhjá með heimilisvini en ef hann lætur verkin tala? Er hægt að halda framhjá með orðunum einum saman?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband