Jafnrétti við leiðsögn?

Jakob Bjarnar mætti í Harmageddon í morgun og ræddi hitamál ferðaþjónustunnar um þessar mundir. Ég er jafnréttissinni en veit ekki alltaf hvort ég er femínisti. Og í tilfellinu þar sem einum leiðsögumanni er, að sögn, skipt út fyrir annan leiðsögumann er áfram í mínum augum kjaramál en ekki jafnréttismál. Mér finnst enn vanta mjög miklar upplýsingar. Hver er bakgrunnur starfsmannsins sem var vikið frá? Var karlinn upphaflega ráðinn eins og haft er eftir Hópbílum en komst ekki fyrsta daginn? Leiðsögn er mjög persónuleg þjónusta og sjálfri þætti mér óþægilegt að stökkva inn í einn dag af fjórum eða fimm og að sama skapi að einhver annar leysti mig af. Frá hverju var búið að segja? Það er nefnilega ekki þannig að á fyrsta degi segi maður þetta og ekki hitt. Að vísu er sennilega auðveldast að hafa annan leiðsögumann alfyrsta daginn ef nauðsynlegt er að skipta ferðinni upp.

Ég vildi að menn vendu sig á að segja söguna eins og hún er þannig að heilir hópar væru ekki að geta í eyðurnar og fullyrða hitt og þetta um staðgengla og trúarbrögð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tveimur og nítján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband