Verð á jarðarberjum

Lengst af fullorðinsævi minnar hef ég undrast það að grænmetisbændur fái ekki, sem stórnotendur raforku, raforku á álverksmiðjuverði. Það er búið að útskýra fyrir mér að grænmetisbændur þyrftu að nota raforku allt árið og allan sólarhringinn eins og álframleiðendur til að kílóvattverðið lækkaði. Engu að síður finnst mér ótrúlegt að það skuli ekki hægt að búa svo um hnúta að ávextir og grænmeti sem hægt er að framleiða í héraði skuli ekki vera ferskara og ódýrara en það sem flutt er inn frá Spáni eða Síle.

Og að bóndi skuli segjast ætla að hætta að tína berin sín og láta gróskuna vaxa úr sér vegna þess að þau seljist ekki í samkeppni við eina stórverslun í Garðabænum virkar ekki trúverðugt. Sorrí.

Er það ekki bara hlutverk stjórnvalda að leysa hnútinn? Mér blöskrar nefnilega áfram að kaupa litla fötu af bláberjum á 1.500 kr. og litla öskju af jarðarberjum á 800 kr. og þurfa þar að auki að henda tíunda partinum vegna linku eða myglu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband