Maðurinn í bílnum

Ég hef ekkert á móti bílum í sjálfu sér. Ég hata ekki bíla. Ég hata ekki bílstjóra. Skárra væri það. En mér er meinilla við þær kringumstæður sem ég lenti í í dag. Tvisvar.

Ég þurfti að fara á bílnum í vinnuna af því að ég þurfti að mæta fyrst til tannlæknis og þurfti að auki að flýta mér á annan stað eftir vinnu. Og ég lenti í umferðaróféti. Fyrst lenti ég í vandræðum með að komast í miðbæinn í morgun og þakkaði mínum sæla fyrir að komast á réttum tíma. Ég þakka það þeirri staðreynd að ég óttaðist mikla umferð. Svo þurfti ég að komast úr bænum á Hlíðarenda fyrir kl. 17. Jesús pétur!!

Ég er yfirleitt á hjóli og bara sæl og glöð með það. Á svona dögum skil ég ekki af hverju fólk þakkar mér ekki daglega fyrir að vera á hjóli og tefja ekki umferðina með enn einum bílnum sem í er bara bílstjóri. Ég meina það, bílstjórar skammast mjög oft út í okkar hjólafólk fyrir að hafa skoðanir á akandi umferð en ættu að þakka okkur fyrir að létta á henni með því að hjóla. Og ef 40 bílstjórar væru á hjóli eða í strætó myndi það strax breyta umferðinni fyrir þá bílstjóra sem þurfa að vera á bíl vegna vegalengda eða vegna þess að þeir þurfa að skutla börnum eða gömlu fólki á milli staða sem strætó fer ekki á milli vandræðalaust.

Einn svona dagur í viku myndi fara langar vegleysur með geðheilsu mína en þökk sé hjólinu er ég bara ágætlega stödd ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband