Forgangur

Ég er dálítið erfiður kjósandi. Nú sé ég fjórðu iðnbyltinguna nálgast og nú finnst mér mjög brýnt að efla menntun, einkum er varðar nýsköpun og frjóa hugsun. Ég hef alla mína fullorðinsævi haft framfærslu mína af prófarkalestri, kennslu og leiðsögn. Ef þessi störf úreldast vil ég vinna við eitthvað annað og kannski er ég ekki rétta manneskjan til að hanna nýju störfin. Einhver annar er góður í því en ég kannski betri í hinu.

Það er áreiðanlega klausa um þetta í öllum stefnuskránum. Hvaða flokkur eða einstaklingur er hins vegar líklegastur til að fylgja því eftir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband