50% atvinnuleysi?

Ég var að horfa á kosningaþátt Stöðvar 2, stórkostlegt sjónvarpsefni. Ein hugsun sem ég tek með mér inn í kvöldið er sú um fjórðu iðnbyltinguna. Ef störf úreldast vegna þess að tækninni fleygir fram -- hefur fleygt fram -- er þá ekki upplagt að vinnudagurinn verði fjórir tímar; vinnuvikan 20 tímar hvernig sem þeim er deilt á dagana? Hverjar eru grunnþarfirnar? Að hafa mat og til þess þurfum við framleiðslu. Að hafa húsnæði og til þess þurfum við alls kyns þekkingu, sem sagt kennara og menntun. Hvað annað? Samgöngur? Ég meina til að lifa af. Fjölmiðla og aðra afþreyingu? Tjah, nei, varla til að lifa af. Menningu? Til að sjá tilgang með lífinu. Grill?

Ef við þurfum fyrst og fremst mat, föt, þak yfir höfuðið og að losna við sorp, já, og farga því, þurfum við kannski bara að vinna að meðaltali 20 tíma á viku. Er það alveg skelfileg tilhugsun?

Ég hef mína framfærslu af prófarkalestri og kennslu. Ef stemning verður fyrir því á næstu 20 árum, sem ég efast um að ég upplifi sjálf, að hætta að varðveita tungumálið og láta slag standa verð ég að finna mér annan vettvang. En ef engin störf verða fyrir helming þjóðarinnar, verða þá engar tekjur heldur? Ef helmingurinn framleiðir nóg og kann nóg ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Framleiðslan gengur svo vel að allt verður til handa öllum, ef við höldum friðinn og hjálpumst að. 

Það er reyndar til allt handa öllum í dag, en okkur gengur illa að skilja það.

Peningur er bókhald.

Bankarnir skrifa bókhald, en lána aldrei neitt verðmæti.

Þess vegna verða bankarnir að búa til verðbólgu, og síðan verðhjöðnun, til að sem flestir fari á hausinn.

Þá fá bankarnir eignirnar, sem voru byggðar af fólkinu.

Ekkert kom frá bankanum, nema bókhaldið. 

En svona áfram, sjálfvirku tækin, róbotarnir, eru komnir í mannsmynd, og eru svo föngulegir, bæði róbot karlinn, og róbot konan að við venjulega fólkið veljum trúlega alltaf róbotinn.

Þetta er að sjálfsögðu Róbot Eva 2 og róbot Adam 2,.

Eins og maðurinn sagði, Guð skapaði manninn í sinni mynd.

Sonum Guðanna, leist svo vel á dætur mannanna að þeir tóku þær sér fyrir konur.

Nú er sagan að endurtaka sig, maðurinn bjó til róbot í sinni mynd, segir Robotinn

Nú líst sonum mannanna svo vel á dætur róbotanna, að þeir taka þær sér fyrir konur.

Dætur mannanna láta ekki sitt eftir liggja og leita uppi,super róbot, sterkan, gávaðan og með öllum þeim eiginleikum sem geðjast þeim.

Að sjálfsögðu fær róbotinn sál, það er aðeins náttúrulegt.

Svona fer sagan í hring.

Það þarf að sjálfsögðu að gera vel við þá sem vilja læra og starfa við það sem er nauðsynlegt.

Ég ætla ekki  að hafa þetta lengra.

Gangi þér allt í haginn.

Egilsstaðir, 26.10.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 26.10.2017 kl. 21:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband