COVID-árið

Afsakið jákvæðnina.

Fólk hefur misst vinnuna, framfærsluna og orkuna í tíðarfari ársins og ég hef samúð með því en sjálf hlakka ég í fyrsta skipti í áratugi til aðventunnar. Ég hef gengið í gegnum talsverðar breytingar á árinu, flestar að eigin vali, og árið 2020 verður í mörgu tilliti gott ár í baksýnisspeglinum mínum.

Ég sagði upp fastri vinnu sem ég hafði mikið dálæti á en ég þurfti samt að stíga út úr ákveðnum rússibana. Ég skráði mig í nám enda er ég eilífðarstúdent og kann mjög vel við mig í samskiptum við stúdíu og kennara. Ég kom frá Egyptalandi 28. febrúar, daginn sem fyrsta smitið greindist á Íslandi, úr algjöru draumafríi. Ég hef verið mikið úti við á árinu, á hlaupum og á fjöllum og ég hef hitt aragrúa af fólki. Félagslega er ég ekki mikið skert. Á næsta ári reikna ég svo fastlega með að geta farið aftur til útlanda og jafnvel til langrar dvalar. 

Nú er mánuður til jóla og þar af leiðandi fimm vikur til áramóta og ekki útséð um að ég fái einhvern COVID-skell en eins og staðan er núna hef ég ekki neitt undan 2020 að kvarta.

Og þess vegna er ég með samviskubit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband