Egg soðin og brauð bökuð í hver

Leiðin lá út úr bænum í dag, m.a. á hinn rómaða Geysi. Þar tók kokkurinn sér það fyrir hendur að baka brauð í hver og sjóða egg í sama. Það þótti mér gaman. Ég hef tvisvar soðið egg fyrir túrista, bæði skiptin í Deildartunguhver. Í bæði skiptin mæltist það vel fyrir. Þetta er einstök upplifun.

Kokkurinn hanterar hverabrauðið

Kokkurinn gerir að rúgbrauðinu. Hvort ætti maður að kalla það Roggenbrot eða Pumpernickel á þýsku?

Og í þessari holu var brauðið bakað

Í þessari holu eru m.a.s. nægar birgðir handa spænska kónginum (tilvísun í heimsókn hans til Vestmannaeyja eitt árið ...).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband