Ég játa sekt mína

Ég hélt lengi vel að Bónus væri vinur litla launþegans. Og ég held reyndar að Jóhannes hafi farið af stað með sæmilega göfugan ásetning um að lækka vöruverð.

Samt átti ég að hafa vitkast fyrir löngu, ég vissi nefnilega að Bónus neyddi suma framleiðendur til að selja sér vöru undir kostnaðarverði. Já, Bónus kom sér í þá stöðu að geta það. Það leiddi til þess að minna forhertir kaupmenn keyptu sömu vöru á langtum hærra verði og selja okkur hana þar af leiðandi á mun hærra verði.

Það getur vel verið að Kaupás sé líka ósvífið fyrirtæki eins og einhverjir segja. Ég veit bara að það er mikil raun að þurfa að fara út í búð vegna þess að hér er nánast engin alvörusamkeppni. Og hvernig ætti það líka að vera, við erum fákeppnismarkaður. Rúmlega 300.000 manna (mál)samfélag stendur ekki undir mörgum bönkum, mörgum þjónustufyrirtækjum, mörgum matvöruverslunum, mörgum fjölmiðlum. Þess vegna þarf að standa við bakið á samkeppninni með dreifðu eignarhaldi og virku aðhaldi/eftirliti.

Ég er líka nýbúin að rifja upp verðstríðið um mjólkina sem Bónus og Krónan háðu. Hahh, hvernig gat fólki dottið í hug að það bætti stöðu þess að geta keypt mjólkurlítra á 1 krónu í nokkra daga? En umræðan var á þann veg, eins og þetta væri sending að ofan frá hinum góða sjálfum. Þetta snerist hins vegar allt um að reyna að hanka viðskiptavininn.

En nú hef ég vitkast, ég er hætt að kaupa inn í Bónus og ég mun hætta að versla við Baug jafnóðum og ég veit hvaða búðir hann á.

Það þarf að treysta samkeppnina.


mbl.is Kemur ekki á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Sá á eyjunni að þú varst að óska eftir upplýsingum um hvaða fyrirtæki Baugur á: hér er listi yfir þau:

Hér er listi yfir eignir Bónusfeðga inni í Högum:

Bónus
Hagkaup
Bananar
Hýsing
Aðföng
Ferskar kjötvörur
10-11
Debenhams
Karen Millen
All Saints
Warehouse
TopShop
Zara
Oasis
Dorothy Perkins
Coast
Evans
Útilíf
Jane Norman
Day

Birgitta Jónsdóttir, 20.12.2008 kl. 06:08

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Takk, ég hef þá gert lítið af því að stuðla að veldinu. Reyndar eru þarna nokkur fyrirtæki sem fólk gengur ekki inn í beint af götunni, ekki satt? Bananar, Hýsing, Aðföng og Ferskar kjötvörur. Ég hef ekki hugmynd um hvað Jane Norman er, Evans eða Day. Þetta gæti orðið flókið.

Berglind Steinsdóttir, 20.12.2008 kl. 10:26

3 identicon

Fyndið. Ég hef sniðgengið Baug alveg óvart. Versla aðallega bara í Pétursbúð þessa dagana. Hún er poggulítil og frændi minn á hana. Og ekkert annað. Og konan hans vinnur mest þar sjálf.

En það er farið að pirra mig að finna fyrir tvískiptingunni í þjóðfélaginu. Menn kenna ýmist útrásarvíkingum eða eftirlitsstofnunum/ríkisstjórn um ástandið.

Halda með Jóni Ásgeiri eða Davíð.

Ég vil sjá þá saman í klefa í sama skuldafangelsinu.

Og ég held að það sé alveg að brjótast fram einhver magnaður og kjaftfor byltingarpistill... Þó ég hafi ætlað að reyna að sitja á mér fram yfir jól.

Sigga Lára (IP-tala skráð) 20.12.2008 kl. 11:03

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég held að það sé samt einhver misskilningur í mörgum að fólk sé í liðum. Mér er meinilla við Bjarna barón í Noregi og aðra af hans tagi, Sigurð barón í KB og aðra af hans tagi, Björgólf og aðra af hans tagi, Jónas í FME og aðra af hans tagi, KPMG og aðra af því taginu - af því að þessir aðilar hafa aðallega gert sig seka um að seilast of langt á kostnað annarra. Ég er líklega bara svo mikill smáborgari að hafa ekki séð Jón í réttu ljósi þrátt fyrir að flúorið skini á hann. Að þessu sögðu ætla ég að lýsa því yfir að ég trúi ekki að þetta fólk sé alvont, það snýr bara röngunni að pöbulnum og hefur spillst í umhverfi sem nærir spillingu. Og ég vona að við kýlumst ekki alla leið niður því að auðvitað þurfum við til framtíðar að vera framsækin og hóflega djörf.

Núna, fjórum árum síðar, er ég farin að átta mig á mistökunum sem urðu við setningu fjölmiðlalaganna - en hvað dvelur nú orminn langa (nýtt fjölmiðlafrumvarp)? Svo ætla ég að vakta bloggorminn þinn, Siggalára, og reikna með mergjuðum pistli ekki síðar en um næstu helgi.

Berglind Steinsdóttir, 20.12.2008 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband