Gríska skyrkakan

Kláraðist, einhverra hluta vegna.

Ljósmyndari: Berglind | Staður: Nansens | Tekin: 5.2.2011 | Bætt í albúm: 6.2.2011

Athugasemdir

1 identicon

Nammi. Panta uppskrift.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 10:57

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Grísk skyrterta

350 g grísk jógúrt

250 g vanilluskyr

1 msk. vanillusykur

75 g hrásykur

100 g kókosmjöl

100 g mulið hafrakex (eða haframjöl)

olía eftir þörfum

400 g perur (mega vera úr dós)

Mauka saman kókosmjöl og hafrakex með olíunni þannig að tolli sæmilega saman. Þeyta saman gríska jógúrt, vanilluskyr, vanillusykur og hrásykur. Setja kexblöndu í botn á skál eða eldföstu móti, skera perurnar í bita og setja yfir, svo jógúrtblönduna. Endurtaka einu sinni og enda á að setja kexblöndu á toppinn. Má skreyta með súkkulaðispónum. Kæla.

Drekka kaffi með ...

Berglind Steinsdóttir, 7.2.2011 kl. 19:03

3 identicon

Af augljósum ástæðum sleppi ég kaffinu.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 9.2.2011 kl. 09:14

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Já, enda nær að drekka einhvern andoxunarsafa sem er góður fyrir sjónina.

Berglind Steinsdóttir, 10.2.2011 kl. 21:55

5 identicon

Get svarið það, ég er að hugsa um að smella í form.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 6.3.2011 kl. 11:29

6 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég á allt hráefnið og mun hræra í eina gríska síðar í vikunni. Nú þarf ég að einbeita mér að því að muna að mæta í Perluna og kaupa tvær merkisbækur og skoða svo eitt opið hús í Hlíðunum á bakaleiðinni. Og fara með lakkrístoppana í vinnuna á morgun ...

Berglind Steinsdóttir, 6.3.2011 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og fjórtán?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband