Jógúrtbolla

Pínulítil kaka.

Ljósmyndari: Berglind | Staður: Nansens | Tekin: 18.3.2011 | Bætt í albúm: 18.3.2011

Athugasemdir

1 identicon

Mmmmm, mér fannst þetta alveg óskaplega góð bolla. Verð þó að viðurkenna að ég vissi ekki að þetta væri bolla ... en langar að vita hvað var í þessum herlegheitum. Mér sýnist að þú hafir engu til sparað til að gera þessa dagsstund hina ærlegustu.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 21.3.2011 kl. 21:03

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Hahha, einmitt, engu til sparað ... Hvers á að vinna? eins og maðurinn sagði um árið. Ég veit hins vegar ekkert um hvað þið töluðuð þennan dagspart, þeim mun meira hvað Marín sagði í Iðnó, tíhí.

Berglind Steinsdóttir, 21.3.2011 kl. 23:59

3 identicon

En í alvöru, hvað er í þessum bollum?

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 09:34

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ó.

Kaffijógúrtsbollur

3 egg

400 g (hrá)sykur

200 g smjör

600 g hveiti

1/2 tsk. matarsódi

1/2 tsk. salt

1 dós kaffijógúrt

2 msk. heitt vatn

2 tsk. vanillusykur

Voða sætt eitthvað. Allt hrært saman, sett í múffuform (urðu 18 hlussur) eða öðruvísi form (líklega tvær kökur) og bakað við 190°C þangað til þær verða réttar á litinn!

Næst er ég að hugsa um að hafa tvær kaffijógúrtsdósir og minnka smjörmagnið.

Berglind Steinsdóttir, 22.3.2011 kl. 21:51

5 identicon

Ó sjúgar, ó honei honei. Það hlaut að vera, mér fannst þær ógó góðar. Langar að prófa að hræra í þær með sleif, eins og þegar ég skelli í form í sveitinni.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 23.3.2011 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Hver er summan af átta og núlli?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband