En hvort kakóið valdirðu? Talandi um að varast kakóslysin, ég keypti einu sinni kakómalt án viðbætts sykurs. Bragðaðist eins og þvottaduft. En allt um það, nú er Cadbury's komið í eigu Ammríkana. Það hlýtur þá að bragðast eins og þvottaduft líka. Arm & Hammer kakó.
Gummi
(IP-tala skráð)
26.2.2011 kl. 23:17
2
Ertu að segja að þið Ammríkanarnir séuð með eitt samræmt ríkisbragð? - Annars kallar þetta á smávægilega lesningu: Hér geisar stríð við auðvaldsdónana og Bónus var þar framarlega í flokki með öðrum dónum og ræningjum um hartnær 20 ára skeið. Í desember 2009 fór ég bara í könnunarleiðangra inn í Bónus og helst hef ég aldrei keypt vörur merktar Bónus. Ég meini, verslunarmerkið getur ekki framleitt hveiti, sykur, þvottaduft (hehe), klósettpappír - og ís. Þess vegna gef ég skid og ingenting fyrir vörur merktar búðinni. Og svo fékk Bónus í marga mánuði engin viðskipti hjá mér. - Svo er kílóverðið; ótrúlega margir bera ekki saman sambærilegar vörur, heldur horfa á útsöluverðið sem gæti í öðru tilfellinu verið fyrir hálft kíló og hinu tilfellinu 700 grömm (dæmi: mamma mín).
Stutta svarið: Hvorugt kakóið. - Þegar kemur að kakómalti (kókómalti) er ég nú sjálf veikust fyrir hinu dísæta og ljósljósbrúna Swiss Miss.
Það má eiginlega segja að það sé ríkisbragð það já því það eru jú ekki margir stórir kakóframleiðendur í Ammríku og þeir þekkjast sjálfsagt. Hitt er svo annað mál að það er alltof mikið úrval í kakóheiminum í Ammeríku, maður hættir að nenna að fylgjast með. Lítill viðbættur sykur, enginn viðbættur sykur, lítill viðbættur sykur með sykurpúðum, enginn viðbættur sykur nema í sykurpúðum, o.s.frv. Eggin eru til úr hænum sem voru hvorki hormónasprautaðar né aldar í pínubúri, úr hormónasprautuðum og búrpíndum vesalings hænugreyjum, hormónasprautuðum en búrfríum hænum og svo loks hormónasprautuðum og búrfríum hænum... og svo koma bakkarnir í sex og tólf eggja stærðum, hvít og brún, lítil, miðlungs og stór... ekki grín. Maður gæti stundum grenjað af úrvali. Held það séu ekki færri en fimmtán tegundir af appelsínusafa og sykruðu appelsínusafalíki í búðinni. Þessir Kanar eru klikk. En mér þykir samt vænt um þá.
Gummi
(IP-tala skráð)
2.3.2011 kl. 12:17
4
Hey, Gummi, þú ert búinn að vera of lengi í burtu, við erum líka með OMEGA-hænuegg - og alls konar borgarstjóra. Nefni ekki hormóna í þessu samhengi.
Athugasemdir
En hvort kakóið valdirðu? Talandi um að varast kakóslysin, ég keypti einu sinni kakómalt án viðbætts sykurs. Bragðaðist eins og þvottaduft. En allt um það, nú er Cadbury's komið í eigu Ammríkana. Það hlýtur þá að bragðast eins og þvottaduft líka. Arm & Hammer kakó.
Gummi (IP-tala skráð) 26.2.2011 kl. 23:17
Ertu að segja að þið Ammríkanarnir séuð með eitt samræmt ríkisbragð? - Annars kallar þetta á smávægilega lesningu: Hér geisar stríð við auðvaldsdónana og Bónus var þar framarlega í flokki með öðrum dónum og ræningjum um hartnær 20 ára skeið. Í desember 2009 fór ég bara í könnunarleiðangra inn í Bónus og helst hef ég aldrei keypt vörur merktar Bónus. Ég meini, verslunarmerkið getur ekki framleitt hveiti, sykur, þvottaduft (hehe), klósettpappír - og ís. Þess vegna gef ég skid og ingenting fyrir vörur merktar búðinni. Og svo fékk Bónus í marga mánuði engin viðskipti hjá mér. - Svo er kílóverðið; ótrúlega margir bera ekki saman sambærilegar vörur, heldur horfa á útsöluverðið sem gæti í öðru tilfellinu verið fyrir hálft kíló og hinu tilfellinu 700 grömm (dæmi: mamma mín).
Stutta svarið: Hvorugt kakóið. - Þegar kemur að kakómalti (kókómalti) er ég nú sjálf veikust fyrir hinu dísæta og ljósljósbrúna Swiss Miss.
Játningum lokið.
Berglind Steinsdóttir, 28.2.2011 kl. 18:21
Það má eiginlega segja að það sé ríkisbragð það já því það eru jú ekki margir stórir kakóframleiðendur í Ammríku og þeir þekkjast sjálfsagt. Hitt er svo annað mál að það er alltof mikið úrval í kakóheiminum í Ammeríku, maður hættir að nenna að fylgjast með. Lítill viðbættur sykur, enginn viðbættur sykur, lítill viðbættur sykur með sykurpúðum, enginn viðbættur sykur nema í sykurpúðum, o.s.frv. Eggin eru til úr hænum sem voru hvorki hormónasprautaðar né aldar í pínubúri, úr hormónasprautuðum og búrpíndum vesalings hænugreyjum, hormónasprautuðum en búrfríum hænum og svo loks hormónasprautuðum og búrfríum hænum... og svo koma bakkarnir í sex og tólf eggja stærðum, hvít og brún, lítil, miðlungs og stór... ekki grín. Maður gæti stundum grenjað af úrvali. Held það séu ekki færri en fimmtán tegundir af appelsínusafa og sykruðu appelsínusafalíki í búðinni. Þessir Kanar eru klikk. En mér þykir samt vænt um þá.
Gummi (IP-tala skráð) 2.3.2011 kl. 12:17
Hey, Gummi, þú ert búinn að vera of lengi í burtu, við erum líka með OMEGA-hænuegg - og alls konar borgarstjóra. Nefni ekki hormóna í þessu samhengi.
Berglind Steinsdóttir, 3.3.2011 kl. 18:37