Þessi var seint og snemma

Hvíli ég svo andóf mitt á því að ég hafi fengið stöðubrotssekt fyrir að leggja í stæði sem fólk augljóslega lítur á sem stæði.

Ljósmyndari: Berglind | Staður: Nönnugata/Baldursgata/Óðinsgata | Tekin: 11.3.2010 | Bætt í albúm: 12.3.2010

Athugasemdir

1 identicon

En er ekki bannað að leggja í minni fjarlægð en x metrar frá horni, er það ekki í gildi svona almennt.

Annars veist þú nú líka að "glæpurinn" er ekkert minni þó margir fremji hann :)

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 16.3.2010 kl. 15:54

2 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Það er þá sanngirni í því að aðrir leggi ekki heldur þarna. En best þætti mér ef almenningssamgöngur mættu betur samgönguþörf fólks. Ég hef ekki tölu á hversu oft ég hef labbað heim úr Laugardalslauginni af því að strætótíðnin á sunnudögum er svo aum. Og ekki gleyma því að þótt ég noti mig sem dæmi eru fleiri í þessari stöðu, þetta snýst ekki um prívatlausn mína heldur hvort raunverulegt val er í boði. Ég legg t.d. oftar en ekki hjá Hallgrímskirkju - geta það allir? Nei. Tek ég stæði þar frá öðrum sem þyrfti frekar á því að halda? Kannski.

Það vantar sem sagt lausn á vandanum. Og ég vildi helst að fólki væri raunverulega boðið upp á að vera á strætó. Það er draumurinn ... (Sálin, ekki satt?)

Berglind Steinsdóttir, 16.3.2010 kl. 19:49

3 identicon

Ertu búin að biðja allt þetta fólk um að hætta að leggja þarna? Gætir útbúið miða og sett undir rúðuþurrkuna hjá þeim ;o)

Og þetta með sunnudagana kemur einmitt ekki á óvart. Sunnudagar eru helgidagar, og þá þarf maður að aðlaga sig að kerfinu og labba út úr lauginni á slaginu xx:56.

Hrafnhildur (IP-tala skráð) 17.3.2010 kl. 11:14

4 Smámynd: Berglind Steinsdóttir

Ég ansessigi!

Berglind Steinsdóttir, 17.3.2010 kl. 19:00

Bæta við athugasemd

Hver er summan af þremur og sjö?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband