Himnaríki og helvíti

Sá ţriggja tíma sýningu í Borgarleikhúsinu og leiddist aldrei. Frábćrt leikaraliđ, vel hönnuđ sviđsmynd og svo auđvitađ hin magnađa saga Jóns Kalmans Stefánssonar. Viđ sátum á 2. bekk sem var helsti gallinn, sérstaklega hjá mér sem sá hnakka mannsins á 1. bekk fullvel nema ég ćki mér í sćtinu, en á móti sá ég ţegar B. kólnađi illilega á sviđinu. Ég sver ţađ, hann króknađi fyrir augunum á mér.

Fariđ bara.


Fađirinn í Kassanum

Stóri bróđir minn fór ađ sjá Föđurinn í leikhúsinu og var yfir sig hrifinn. Gott ef hann gaf honum ekki 10 af 10 ţannig ađ ég var dálítiđ efins. Samt fór ég og varđ líka yfir mig hrifin. Ég er ţegar búin ađ blađra í nokkra af hverju en ef mínir fimm dyggu lesendur eiga eftir ađ sjá sýninguna vil ég ekki spilla upplifuninni. Lćt ţó eftir mér ađ segja ađ mér fannst sýningin eftir hlé betri sem ég held ađ helgist af ţví ađ ég ţekki ekki vel sjúkdóminn alzheimer ...


RÚV vs einkareknir fjölmiđlar

Er ekki undarlegt ađ einn fjölmiđill, ţótt góđur sé og ég hlusta mikiđ á, fái árlega marga milljarđa á fjárlögum OG sé á auglýsingamarkađi? Ég veit ađ heilbrigđ samkeppni á erfitt uppdráttar á Íslandi vegna fámennis en ég efast um ađ látiđ hafi veriđ reyna á. Nú stíg ég sjálfsagt í spínatiđ af ţví ađ ég veit ekki um laun allra, viđhaldskostnađ allra tćkja, rekstrarkostnađ húsnćđis o.s.frv. en ef fjölmiđlun á ađ vera frjáls, ţ.m.t. blađaútgáfa, verđa miđlarnir ađ sitja viđ sama borđ.


Kirkjan vs heilbrigđiskerfiđ

Hefur kirkjan sem stofnun einhvern tímann talađ um ađ hún hafi ekki nćgt fé til ađ reka sig, halda viđ húsum og borga ţjónunum laun?

Hefur Landspítalinn sem stofnun einhvern tímann talađ um ađ hann hefđi ekki nćgt rekstrarfé?

Viđ vitum svörin.

Hversu margir ţurfandi hafa ekki fengiđ ţjónustu hjá kirkjunni?

Hversu margir ţurfandi hafa ţurft ađ bíđa lengi eftir ţjónustu lćkna eđa annars hjúkrunarfólks?

 


6,5 milljarđar

Á bls. 256 í fjárlagafrumvarpi fyrir áriđ 2018 sýnist mér liđurinn „trúmál“ fá 6,5 milljarđa og leyfi mér ađ giska á ađ obbinn fari til ţjóđkirkjunnar sem biskupinn stýrir víst af stöku ráđleysi. Er ekki kominn tími til ađ taka til?

Getum viđ ekki veriđ sammála um ţađ?

Eđa var ţví kannski breytt daginn fyrir áramót?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband