Lengi tekur prósent við

Í gær mætti ég á baráttufund kvenna á Arnarhóli þótt ég hafi það sjálf alveg ágætt. Svo kom ég heim og las að konur væru ekki með 26% lægri laun en karlar á Íslandi. Í vikunni sat ég líka ráðstefnu um styttri vinnuviku þar sem framkvæmdastjóri SA sagði að atvinnulífið réði ekki við að hækka laun.

Mér skilst að ef kröfur verkalýðsfélaganna yrðu samþykktar þyrftu launagreiðendur að segja upp fólki.

Hagfræðileg spurning mín er: Hvenær er rétti tíminn til að jafna kjörin þannig að fólk fái sömu laun fyrir sömu vinnu, sömu ábyrgð og sama vinnutíma?


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband