Meint ungfrú Ísland

Já, það er svo merkilegt að ég var búin að heyra ýmislegt um nýjustu bók Auðar Övu áður en ég opnaði hana. Ég legg mig annars lítt eftir bókadómum.

Ég var ekki á dögum árið 1963 þannig að ég get ekki sótt í eigin hugarheim neitt af því sem lýst er í bókinni sem mér finnst vel skrifuð og skemmtilega sviðsett nema -- og það er svolítið stórt atriði -- að mér finnst Hekla, aðalpersónan, njóta sannmælis hjá ýmsum, t.d. föður sínum, Jóni John, Íseyju og Starkaði. Mér finnst sem sagt í öðru orðinu henni lýst sem fórnarlambi sjöunda áratugarins og hinu orðinu, nei, í verki er henni hreinlega hampað og hún metin að verðleikum.

En algjörlega tveggja kvölda virði.


Nýjárskveðjur??

Allt í einu er fólk farið að senda „nýjárskveðjur“ í gríð og erg. Þegar ég fletti þeim upp með þessum rithætti á timarit.is fæ ég aðeins örfá dæmi úr blöðum en ef ég tek j-ið burt, eins og var hamrað á alla grunnskólagönguna, ekki j á milli sérhljóða, fjölgar blaðakveðjunum til muna.

Ég er ekkert viðkvæm fyrir þessari villu þótt ég myndi leiðrétta hana í próförk en ég er alveg standandi hlessa á því hvernig j-ið ryður sér skyndilega til rúms.

Kannast lesandi minn við þetta freklega upphlaup og inngrip stafsins j? Ég er viss um að það var hér ekki í gær (fyrra).


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband