Sunnudagur, 16. maí 2010
Land ösku og ísa
Janice Turner á grein í Times Online í dag þar sem hún fer bara býsna lofsamlegum orðum um heimsókn til Íslands skömmu fyrir helstu eldsumbrot ársins.
Ég hef náttúrlega firnagaman af því að hún nefnir tröll til sögunnar og að hún segist hafa lent illa í kíslinum í Bláa lóninu sem hafi gert hárið á henni stamt. Ég vara fólk alltaf við því að fara á bólakaf og hvet það til að setja næringu í hárið áður en það fer út í. Mér finnst ekki eins gaman þegar hún segist hafa skautað á söfnunum vegna þess að þau séu óáhugaverð. Og hún talar hreinlega niðrandi um arkitektúrinn. En þetta er auga gests og það er alltaf forvitnilegt fyrir okkur sem tökum á móti gestunum að heyra ólík sjónarmið.
Ég er ekki frá því að orðaforðinn aukist aggalítið við lesturinn:
Much has been written about the Blue Lagoon, an outdoor spa 40 minutes from the capital, which, as if in some mad Utopia, is filled with the outflow from a geothermal power station. It is a strange, wonderful indulgence that deserves at least half a day to enjoy. But if your hair, like mine, is not, er, its natural colour, encase it in conditioner and swim hat since the silica particles — the stuff that clogs up jet engines — will turn it to matted straw.
En sumt kannast ég engan veginn við:
Icelanders, broad, a little hard-faced and capable looking, are no Swedes. Rather, since the Danish Vikings seized wives from my native Yorkshire, those folks in the hot pots and I share a gene pool.
Dö, voru víkingarnir danskir? Ég held nú síður. Og hvað erum við, broad og hard-faced? broad merkir: breiður; víðsýnn; víðáttumikill; yfirgripsmikill; almennur; frjálslyndur; grófur - erum við grófgerð?
Og hver hefur haldið því fram að frosin pítsa sé þjóðarrétturinn?
Although Icelanders often remark that their national dish is frozen pizza, we ate well at the Icelandic Fish and Chip Shop and the Sea Baron, a rough shack by the harbour that sells lobster bisque and gamey-tasting whale meat.
Ég þekki ekki þá Íslendinga. En ég kannast við ýmislegt úr greininni. Og hún hvetur fólk til að láta það eftir sér að koma á skrýtnu eyjuna þar sem golfstraumurinn verndar höfuðborgina ...
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 16. maí 2010
Efni
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Nýjustu færslur
- 11.7.2025 Þversögn stjórnarandstöðunnar
- 8.7.2025 Veiðigjaldið í þjóðaratkvæðagreiðslu
- 4.7.2025 Þingmenn eru þingmönnum verst
- 2.7.2025 Málþóf fyrir lengra komna
- 29.6.2025 Þingeyri > Ísafjörður - sjálfsagt óvinsæl skoðun
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.7.): 3
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 85
- Frá upphafi: 474020
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 70
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar