Mánudagur, 2. júlí 2012
Skemmtiferðaskip - miðbær - tölfræði
Flestallir þeir útlendingar sem tala við mig um matinn á veitingastöðunum á Íslandi eru himinlifandi. Ég trúi því að íslenska eldhúsið sé algjörlega frábært, ég hef sjálf allajafna góða reynslu af matnum hér. En ég spyr samt: Þegar fólk kemur þúsundum saman af skemmtiferðaskipum þar sem maturinn flæðir um öll borð, er nokkuð óeðlilegt að fólk vilji sjá sig um frekar en að setjast inn á einhvern stað í miðbænum í misjöfnum veðrum og halda áfram að kýla sig - og það þótt maturinn sé til fyrirmyndar?
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)