Einsleitni í mat þar sem ferðamenn koma saman?

Ég er að hlusta á Vikulokin þar sem hinn margnotaði Gunnar Smári er meðal gesta. Nú er hann hins vegar ekki að tala um SÁÁ og kannski ræða þau ekki um áfengissölu á Hrafnistu. Nei, hann kom með þann ágæta punkt að þegar 60% gesta í 101 Reykjavík eru útlendingar verður matur einsleitari og dýrari, veitingastaðirnar stíla inn á einskiptiskaup.

Þetta er meðal þess sem við ættum að hafa áhyggjur af og velta fyrir okkur þegar við hlökkum yfir því að eftir nokkur ár telji gestaflaumurinn hér milljón manns. Ágangurinn er víða orðinn svo mikill að við önnum ekki fjöldanum en samt er gefið í.

Fáum færri, fáum þá til að staldra lengur við, fáum þá til að koma utan háannar - og borgum ferðaþjónum betri laun. Hættum að reka ferðaþjónustuna með lokuð augu.


Bloggfærslur 21. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband