Driss og Philippe

Ekkert hafði ég heyrt um Intouchables annað en að hún væri fyndin. Ég vissi eiginlega ekki að auðmaður réði sér aðstoðarmann og ekki að lífsgleðin væri svona svakalegur drifkraftur.

Þess vegna ætla ég ekki að rökstyðja það að mér finnst myndin óborganlega skemmtileg en mér heyrðist allur A-salurinn í Laugarásbíói sömu skoðunar. Samt verð ég að nefna að myndin er óður til þess að vera dálítið á skjön við hið viðtekna. Vona að lesandinn fyrirgefi mér það og sjái svo myndina. Og við mættum öll stíga aðeins út fyrir rammann endrum og eins.


Bloggfærslur 24. júlí 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband