Með strætó á Sauðárkrók

Þangað til annað kemur í ljós hef ég miklar efasemdir um að það hafi verið skynsamleg ákvörðun að skipta Sternu út fyrir Strætó.

Af hverju fer lélegt almenningssamgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins út á land þar sem reksturinn virðist hafa verið í góðu lagi?

Má núna standa í marga klukkutíma?

Ég var að skoða heimasíðu Strætós, fann meinta gjaldskrá en get ekki séð hvað það kostar mig að taka almenningsstrætisvagn til Sauðárkróks. Þegar ég smelli á reiknivél fyrir svæðið fæ ég upp excel-skjal þar sem fyrst er gengið út frá 17 gjaldsvæðum (þar getur maður breytt en ekki áfangastaðnum og fundið út fjölda gjaldsvæða). Þá er stakt gjald 5.950 krónur og fyrir þriggja mánaða kort á maður að borga 297.500 kr. Fyndið, ekki satt? Gerir þá fyrirtækið Strætó ráð fyrir að maður fari aðra leiðina eða fram og til baka daglega? Og verði kannski í strætisvagninum á hverjum einasta degi í marga klukkutíma? Væri ekki nær að vera með rauntíma-eitthvað?

Mikið svakalega held ég að fyrirtækið Strætó þurfi að sanna sig til að ég og um það bil allir sem ég þekki og nota almenningssamgöngur trúi á breytinguna.


Bloggfærslur 6. september 2012

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband