Hver á ,,réttan íslenskan rithátt"?

Ég er ekki fyrst til að hafa orð á þessu, ég veit, en mér er fyrirmunað að skilja hvers vegna íslenskar orðabækur eru ekki aðgengilegar öllum á netinu. Nú er ég með svokallaðan gestaaðgang að Snöru sem er ágæt orðabók en ef ég ætla að opna hana í öðrum vafra en ég setti hana upp á telst það nýr aðgangur og mér er boðið að kaupa svona aðgang:

Hversu mörg tæki má bjóða þér?
3 tæki fyrir 624 kr. á mánuði
4 tæki fyrir 817 kr. á mánuði
5 tæki fyrir 995 kr. á mánuði
6 tæki fyrir 1.158 kr. á mánuði
 
Af hverju ætti ég að þurfa að kaupa aðgang að íslenskri orðabók fyrir mörg þúsund á ári? Sumt virkar betur í Chrome og annað í Torch. Svo er Safari í spjaldinu. Ég er alveg til í að borga fyrir orðabækur í sjálfu sér en þetta flækjustig gerir það að verkum að fólk gáir síður að „réttum“ rithætti.
 
Ég er gröm -- en núverandi ríkisstjórn ætlar að gera menntun hærra undir höfði. Ég bíð spennt.

Bloggfærslur 10. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband