Sundhöll Reykjavíkur -- 2017

Ég var lengi búin að hlakka til að fá útisundlaug í hverfið og dreif mig áðan í skoðunarferð. Fyrsta mat: Skemmtileg, falleg og frábær viðbót við það sem við höfðum. Alltof lítil samt. Aðeins fjórar sundbrautir og grunni endinn er svo grunnur að maður þarf að passa sig. Heiti potturinn ílangur eins og í Nauthólsvík og sætin góð (maður er ekki á fleygiferð eins og í sjópottinum í Laugardalnum) en helst til stutt á milli hliðanna. Ég teygði aðeins úr mér og gaf umsvifalaust ókunnugum manni undir fótinn.

En kannski þjónar hún fyrst og fremst sem busllaug með sólbaðsaðstöðu því að laugin mun umfaðma sólina á sólardögum og ég er alveg sátt við það.


Bloggfærslur 3. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband