Fornafn eða skírnarnafn

Ég heyrði í útvarpinu í morgun talað um treyjur landsliðskvennanna, hvort eðlilegt væri að vera með föðurnöfnin á bakinu í stað skírnarnafnanna. Mér finnst það í lagi þótt mér fyndist óeðlilegt að lýsandinn talaði um Friðriksdóttur og Baldvinsdóttur í íslensku útsendingunni. Það sem ég hnaut hins vegar um var þegar talað var um fornöfn og ættarnöfn í þættinum.

Berglind er skírnarnafn eða eiginnafn. Hún er fornafn. Steinsdóttir er föðurnafn. Steinsen gæti verið ættarnafn ef fjölskyldan bæri það í stað breytilegra föðurnafna.

Ég held að ég muni hver sagði þetta sem ég er ósammála en ég nenni ekki að hlusta til að finna það enda skiptir það ekki máli. Ég er bara að tjá mig ...


Bloggfærslur 24. júlí 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband